• VERTU MEÐ

  Þú ert aðeins örfáum skrefum frá því að vera með!

  Með GOMOBILE safna kortin þín sjálfkrafa inneign á meðan þú verslar. Náðu í GOMOBILE appið og skráðu þig. Það tekur þig aðeins örfáar mínútur og ávinningurinn margborgar sig!

 • UPPLÝSINGAVEITAN

  Allt á einum stað

  Appið er leiðarvísir þinn að öllu sem tengist GOMOBILE. Í appinu er einfalt að nálgast upplýsingar um stöðu inneignar, nýjustu samstarfsaðila, framboð vefverslunar og fleira og fleira. Hægt er að nálgast appið frítt í Google Play og AppStore.

 • SAMSTARFSAÐILAR

  Eitthvað fyrir alla

  Appið sýnir þér öll þau fjölmörgu fyrirtæki sem veita þér inneign fyrir að versla hjá þeim. Samstarfsaðilar GOMOBILE veita margvísa og fjölbreytta þjónustu, svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal samstarfsaðila GOMOBILE er að finna fjöldan allan af veitingastöðum, verslunum, þjónustufyrirtækjum og margt margt fleira.

 • STAÐSETNINGAR

  Hvar er næsti samstarfsaðili?

  Appið sýnir á auðveldan máta hvar næsti samstarfsaðili er út frá þinni eigin staðsetningu. Með því að skoða staðsetningar samstarfsaðila eftir flokkum finnur þú á örskotsstundu það sem þú ert að leita eftir.

 • YFIRLIT

  Skoðaðu hvar þú fékkst afslátt

  Appið gefur þér fullkomna yfirsýn með söfnun og ráðstöfun inneignar þinnar. Þar sérðu nákvæmlega hve miklu þú hefur safnað hjá hverjum samstarfsaðila og allar þær leiðir sem þú getur nýtt inneign þína.

VERTU MEÐ

Þú ert aðeins örfáum skrefum frá því að vera með!

Með GOMOBILE safna kortin þín sjálfkrafa inneign á meðan þú verslar. Náðu í GOMOBILE appið og skráðu þig. Það tekur þig aðeins örfáar mínútur og ávinningurinn margborgar sig!

UPPLÝSINGAVEITAN

Allt á einum stað

Appið er leiðarvísir þinn að öllu sem tengist GOMOBILE. Í appinu er einfalt að nálgast upplýsingar um stöðu inneignar, nýjustu samstarfsaðila, framboð vefverslunar og fleira og fleira. Hægt er að nálgast appið frítt í Google Play og AppStore.

SAMSTARFSAÐILAR

Eitthvað fyrir alla

Appið sýnir þér öll þau fjölmörgu fyrirtæki sem veita þér inneign fyrir að versla hjá þeim. Samstarfsaðilar GOMOBILE veita margvísa og fjölbreytta þjónustu, svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal samstarfsaðila GOMOBILE er að finna fjöldan allan af veitingastöðum, verslunum, þjónustufyrirtækjum og margt margt fleira.

STAÐSETNINGAR

Hvar er næsti samstarfsaðili?

Appið sýnir á auðveldan máta hvar næsti samstarfsaðili er út frá þinni eigin staðsetningu. Með því að skoða staðsetningar samstarfsaðila eftir flokkum finnur þú á örskotsstundu það sem þú ert að leita eftir.

YFIRLIT

Skoðaðu hvar þú fékkst afslátt

Appið gefur þér fullkomna yfirsýn með söfnun og ráðstöfun inneignar þinnar. Þar sérðu nákvæmlega hve miklu þú hefur safnað hjá hverjum samstarfsaðila og allar þær leiðir sem þú getur nýtt inneign þína.

VEFVERSLUN

Fyrir hverju vilt þú safna?

Í appinu getur þú ráðstafað inneigninni sem þú safnar. Í vefverslun GOMOBILE getur þú keypt ýmis tæki og tól, til að mynda, símtæki, símahulstur, heyrnatól, töskur, hátalara og margt fleira. Þú getur einnig lagt inneignina þína inn á kreditreikning hjá Símanum, eða lagt inneign inn á Frelsisnúmer. Einnig getur þú nýtt inneignina þína upp í farsímaþjónustu ÞR3NNU.

Innskráning

Hér getur þú skráð þig inn með tölvupóstfangi. 

eða

Innskrá með netfangi

Gleymt lykilorð?

Viltu fá sent nýtt lykilorð?

Fá sent

Stofna aðgang

Tengjast með Facebook

Notaðu Facebook til að auðkenna þig og tengjast ótrúlegu afsláttarkerfi GOmobile.

eða

Nýskáning með netfangi

Notaðu gamaldags leiðina og skráðu þig inn með netfangi og aðgangsorði.

Nýskrá

SKILMÁLAR

GO Loyalty Solutions ehf. - GoMobile

1. Aðilar og samþykki skilmála

Aðilar að skilmálum þessum eru handhafi kreditkorts (hér eftir „korthafi“) og GO Loyalty Solutions ehf. sem á og rekur rafræna inneignakerfið GoMobile.

Með skráningu kreditkorts í vefgátt GoMobile hjá GO Loyalty Solutions ehf. samþykkir viðskiptavinur (korthafi) sem umsækjandi að fylgja í hvívetna skilmálum GoMobile. Áður en væntanlegur viðskiptavinur (korthafi) samþykkir skilmálana ber honum að kynna sér þá vandlega. Hvenær sem er, meðan á samningssambandi stendur, getur viðskiptavinur (korthafi) óskað eftir að fá afhenta þessa skilmála á pappír eða öðrum varanlegum miðli endurgjaldslaust.

Viðskiptavinir geta ávallt nálgast skilmála þessa á vefsíðu GoMobile, www.gomobile.is. Skilmálar þessir eru gefnir út á íslensku.

2. Um GoMobile

GO Loyalty Solutions ehf. á og rekur rafrænt inneignakerfi “GoMobile” sem gerir viðskiptavinum GoMobile (korthöfum, notendum kreditkorta) kleift að tengja kort sín með skráningu í sérstaka þjónustugátt og fá í framhaldinu sjálfvirkt inneignir hjá samstarfsaðilum GO Loyalty Solutions ehf. og dótturfélögum.

GO Loyalty Solutions ehf. hefur þróað lausnina "Loyalty Telco Payment System" (LTPS ) sem tekur á móti afsláttarfærslum frá kerfum innlendra færsluhirða sem m.a. má nýta til kaupa á fjarskiptaþjónustu, sjónvarpsþjónustu, tónlistarþjónustu
og annarri þjónustu eða vöru sem GO Loyalty Solutions ehf. ákveður hverju sinni. Við skráningu í vefgátt ákveður viðskiptavinur hvernig hann vill ráðstafa söfnun sinni. Rafræna inneignakerfið er markaðssett undir vörumerkinu "GoMobile” sem er vörumerki í eigu GO Loyalty Solutions ehf. Þegar viðskiptavinur (korthafi) hefur skráð greiðslukort sitt í kerfið berast allar afsláttarfærslur frá samstarfsaðilum til Go Loyalty Solutions ehf. í gegnum reikning viðskiptavinar hjá "GoMobile" brotið niður á kennitölu. Í framhaldinu skilar "GoMobile” inneigninni til viðkomandi þjónustusala sem ráðstafar inneigninni til kaupa þjónustu í samræmi við fyrirframgefin fyrirmæli viðskiptavinar (korthafa).

3. Hugtök

“GoMobile. Merkir inneignakerfið sem GO Loyalty Solutions ehf. á og rekur í gegnum dótturfélag sitt HT Mobile ehf.

“Viðskiptavinur”. Merkir handhafa kreditkorts sem skráð hefur sig í vefgátt GoMobile og er þar með orðinn viðskiptavinur HT Mobile ehf.

“Fjarskiptaþjónusta”. Merkir þjónusta Símans hf. á sviði farsímaþjónustu, talsíma, sjónvarps og internets.

“Tónlistarþjónusta”. Merkir tónlist frá Spotify.

“Korthafar”. Handahafar greiðslukorta.

“Kreditkort”. Greiðslukort sem er gefið út af fjármálafyrirtæki á einstakling eða lögaðila. Engu skiptir hvort um sé að ræða kort með úttektarheimild eða greiða þurfi fyrirfram notkun vegna þess, (e. prepaid card).

“Samstarfsaðili”. Merkir þann aðila, sem lætur í té vörur og þjónustu með verðgildi og taka við kreditkorti til greiðslu fyrir vörur, þjónustu eða aðra hluti með verðgildi. 

“Færsluhirðir”. Valitor hf., Borgun hf. og Kortaþjónustan hf. eru færsluhirðar á Íslandi. 

“Vildarkerfið ehf.”. Er sérhæft fyrirtæki sem er með umboð fyrir og rekur vildarkerfi frá félaginu Welcome Real-Time S.A.S, með aðsetur að
Europarc de Pichaury, 550 Rue Pierre Berthier, 13855 Aix-en Provence, Frakklandi. Kerfið er sérsniðið til þess að halda utan um og reikna afslætti vegna greiðslukortaviðskipta.

“Þjónustusali”. Aðili sem veitir þjónustu til korthafa gegn greiðslu inneignar í samræmi við fyrirmæli korthafa. Síminn hf. er þjónustusali nema annað sé sérstaklega tekið fram.

4. Skyldur GO Loyalty Solutions ehf.

Við skráningu viðskiptavinar (korthafa) í GoMobile inneignakerfið þá gerir hann samning við GO Loyalty solutions ehf. og ber GO Loyalty Solutions ehf. ábyrgð á því gagnvart viðskiptavini sínum að greiðslum, inneignum eða fjárhæðum viðkomandi sé skilað til kaupa á þjónstu hjá þjónustusala í samræmi við fyrirframgefin fyrirmæli viðskiptavinar. Ábyrgðin takmarkast þó við að inneign hafi sannanlega borist frá viðkomandi færsluhirði og afslátturinn hafi verið dregin af uppgjöri viðkomandi samstarfsaðila, þ.e. afsláttur hafi verið veittur. Auk þess takmarkast ábyrgðin við misnotkun korta af hendi þriðja aðila.

Verði misbrestur getur viðskiptavinur sent tölvupóst innan 30 daga á gomobile@gomobile.is og fengið skýringar og eftir atvikum leiðréttingu. Að öðrum kosti fellur rétturinn niður.

5. Skyldur viðskiptavinar (korthafa)

Viðskiptavinur (korthafi) ber ábyrgð á að þær upplýsingar sem hann gefur þegar hann skráir greiðslukortið í vefgáttina GoMobile hjá GO Loyalty Solutions ehf. séu réttar og kortið sé í hans eigu. Öll misferli verða tilkynnt viðkomandi yfirvöldum.

Með samþykkt þessara skilmála óskar viðskiptavinur (korthafi) eftir því að í hvert skipti sem hann greiðir fyrir vöru eða þjónustu hjá samstarfsaðilum GO Loyalty Solutions eða dótturfélögum verði inneign hans greidd til GO Loyalty Solutions ehf. inn á reikning hans hjá GoMobile sem svo ráðstafar inneigninni áfram til kaupa á þjónustu í samræmi við fyrirmæli viðskiptavinar til skilgreinds þjónustusala skv. skilmálum þessum. Með því að óska eftir kaupum á þjónustu hjá tilteknum þjónustusala samþykkir viðskiptavinur(korthafi) þjónustuskilmála
þjónustusala.

Kort gilda til ákveðins tíma í senn og eru til notkunar innanlands og utan samkvæmt skilmálum viðkomandi viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækis eins og þeir eru hverju sinni. Kortið veitir rétt til úttektar á vöru og þjónustu hjá þeim sölu- og þjónustuaðilum sem taka við kreditkortum.

Viðskiptavinur (korthafi) ber ábyrgð á að uppfæra skráningu þess korts sem hann skráir í vefgáttina GoMobile hjá GO Loyalty Solutions ehf. Verði misbrestur á því og afsláttur safnast ekki upp hjá samstarfaðilum vegna þess að korti hefur verið lokað eða viðkomandi viðskiptavinur (korthafi) er komin með nýtt kort ber hann ábyrgð á því og á því engan rétt til þess að fá greiðslu frá GO Loyalty Solutions ehf. í stað söfnunar sem misbrestur varð á.

Nýti viðskiptavinur (korthafi) inneign til þess að kaupa þjónustu eða vörur sem reynast gallaðar og þjónustusali ákveður að endurgreiða korthafa eða veita afslátt af þjónustu eða vöru þá er þeim hluta inneignarinnar sem nýttur var, skilað aftur í formi inneignar. Hafi korthafi nýtt inneign að hluta og greitt að hluta með reiðufé eða öðrum gjaldmiðil þá verður endurgreiðsla með sama formi, þ.e. endurgreiðsla eða skil á inneign verður aldrei í formi reiðufé.

Komi til þess að fyrirtæki sem er samstarfsaðili GO Loyalty Solutions ehf. greiði ekki afsláttinn til GO Loyalty Solutions ehf. fellur réttur viðskiptavinar (korthafa) til inneignar niður.

Korthafi (viðskiptavinur) er ábyrgur fyrir varðveislu kortsins þannig að óviðkomandi aðili geti ekki komist yfir það, enda ber honum að gæta þess á sama örugga hátt og peninga, tékka og annarra verðmæta.

6. Greiðsluskil

Með samþykkt þessara skilmála veitir viðskiptavinur (korthafi) GO Loyalty Solutions ehf. heimild til þess að skuldfæra mánaðarlega rafrænt umsýslugjald af því korti sem viðskiptavinur skráir í vefgátt GoMobile. Fjárhæð þess kemur fram í verðskrá GO Loyalty Solutions ehf. og getur tekið breytingum. Miðað er við að allar breytingar séu tilkynntar á vef fyrirtækisins (GoMobile) 30 dögum fyrir gildistöku.

Viðskiptavinur (korthafi) hefur aðgang að upplýsingum um söfnun og samstarfsaðila á vefsíðu GoMobile.is og í APPI GoMobile sem hann sækir við skráningu. Viðskiptavini (korthafa) er þannig tryggð yfirsýn yfir sína söfnun. Viðskiptavinur (korthafi) hefur 30 daga til þess að senda inn beiðni um leiðréttingu. Að þeim tíma liðnum fellur skylda GO Loyalty Solutions ehf. til leiðréttingar niður.

Telji viðskiptavinur (korthafi) að kort hans hafi verið notað með sviksamlegum hætti ber honum að tilkynna það án tafar til útgefanda eða greiðslukortafyrirtækjanna.

GO Loyalty Solutions ehf., ber ekki ábyrgð vegna tæknilegra bilana hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, né heldur á tjóni viðskiptavinar (korthafa) sem hlýst af því að sjálfsafgreiðslutæki hefur ekki samband við heimildarkerfi útgefanda. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir slíku tjóni skal hann senda útgefanda eða greiðslukortafyrirtækjunum skriflega kvörtun. Útgefandi framsendir kvörtun viðskiptavinar (korthafa) til þess færsluhirðis sem ber, fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila, að færa fram fullgild rök fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd viðskipti fóru fram, en er ella ábyrgt fyrir tjóninu.

Viðskiptavinur (korthafi) samþykkir með skilmálum þessum að þjónustusala sé heimilt, en ekki skylt, að nýta óráðstafaða inneign til greiðslu á gjaldföllnum reikningum (45 daga eftir eindaga) vegna fjarskiptaþjónustu þjónustusala.

Þjónustusala er heimilt að hafa samband við viðskiptavin (korthafa) í því skyni að bjóða honum að nýta inneign sína til kaupa á viðeigandi þjónustu hjá þjónustusala. 

Með undirritun skilmála þessa heimilar viðkomandi korthafi útgefins kreditkorts (viðskiptavinur) sem skráð er í vefgátt GoMobile að færsluhirðir þess fyrirtækis sem veitir inneign hverju sinni þegar hann notar kort sitt í viðskiptum við það sendi allar færslur á kortinu til Vildarkerfisins ehf. sem er beintengt við greiðslumiðlunarkerfið á Íslandi. Vildarkerfið reiknar út inneign viðkomandi korthafa (viðskiptavinar) og skilar upplýsingum til baka til færsluhirðis sem dregur inneignina frá uppgjöri fyrirtækisins og skilar inn á reikning viðskiptavinar hjá GoMobile. 

7. Samþykki fyrir vinnslu upplýsinga og persónuvernd

Við notkun kortsins verða til persónuupplýsingar í greiðslumiðlunarkerfum RÁS og kortakerfum VALITOR hf., Borgunar hf. og Kortaþjónustunnar hf. Með samþykki þessara skilmála veitir viðskiptavinur (korthafi) GO Loyalty Solutions ehf., dótturfélögum og samstarfsaðilum, þ.m.t. þjónustusala, heimild til að vinna þessar persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi. Heimildin til að vinna með persónuupplýsingarnar gildir í tvö ár frá skráningu í vefgátt GoMobile. Viðskiptavinur (korthafi) veitir GO Loyalty Solutions ehf. jafnframt heimild til þess að vinna með persónuupplýsingarnar eftir þann tíma þegar þær hafa verið gerðar ópersónugreinanlegar. 

Viðskiptavinur (korthafi) sem skráir kort sitt í vefgátt GoMobile innneignakerfis veitir GO Loyalty Solutions ehf. heimild til að vinna persónuupplýsingarnar til þess að búa til persónusnið. Persónusnið verður til þegar persónuupplýsingum er steypt saman til að finna hóp fólks sem fellur inn í sameiginlegt mynstur að því er varðar hátterni og þarfir. Persónusnið eru ópersónugreinanleg. Með orðinu „ópersónugreinanleg“ er átt við að ekki er hægt að rekja markaðsupplýsingarnar til tiltekins viðskiptavinar (korthafa). Viðskiptavinur (korthafi) veitir GO Loyalty Solutions ehf. heimild til að vinna persónuupplýsingar í persónusnið í þeim tilgangi að geta haft samband við og boðið viðskiptavini (korthafa) vörur og þjónustu með samstarfsaðilum sem tekur mið af framangreindri vinnslu persónuupplýsinga.

Viðskiptavinur (korthafi) veitir GO Loyalty Solutions ehf. eða dótturfélögum heimild til þess að senda SMS, MMS, tölvupóst eða önnur rafræn skilaboð 3-5 sinnum í mánuði um tilboð, afslátt eða sérkjör frá samstarfsfyrirtækjum. Viðskiptavinur (korthafi) veitir GO Loyalty Solutions ehf. heimild til að senda sér skilaboð er varða notkun kerfisins eða tilkynningar um breytingar á skilmálum. Rafrænu skilaboðin og innihald þeirra byggja á vinnslu persónuupplýsinga um viðskiptavin (korthafa) sem fram fer á grundvelli samþykkis í skilmálum þessum. Öll vinnsla persónuupplýsinga fer fram í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. GO Loyalty Solutions ehf. tryggir persónuvernd að persónuupplýsingum með því að leitast við að uppfylla á hverjum tíma lög og reglugerðir sem lúta að persónuvernd, m.a. með mótun öryggisstefnu og setningu þeirra öryggis- og verklagsreglna sem krafist er. Persónuupplýsingar viðskiptavinar (korthafa) eru varðveittar á meðan kort viðskiptavinar (korthafa) er í gildi, eins lengi og lög mæla fyrir um eða viðskiptahagsmunir GO Loyalty Solutions ehf. eða vinnsluaðila krefjast þess og málefnaleg ástæða þykir til.

GO Loyalty Solutions ehf. er heimilt að afhenda þjónustusala persónuupplýsingar um korthafa í þeim tilgangi að gera korthafa kleift að nýta inneign sína með fullnægjandi hætti.

8. Breyting á skilmálum

GO Loyalty Solutions ehf. hefur heimild til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða. Ef breytingar eru ekki til hagsbóta fyrir viðskiptavin (korthafa) skal honum tilkynnt um þær á tryggan hátt, s.s. á vefsíðu, með skilaboðum í sms eða tölvupósti. Breytingar á skilmálum skulu kynntar viðskiptavin (korthafa) eigi síðar en einum mánuði fyrir gildistöku þeirra.

Viðskiptavinur (korthafi) skal hafa aðgang að gildandi skilmálum á pappír eða á rafrænu formi. Aðrar breytingar er GO Loyalty Solutions ehf. heimilt að birta með tilkynningu á heimasíðu sinni: www.gomobile.is. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því hverju breytingarnar eru fólgnar og rétti viðskiptavinar (korthafa) til að segja samningi upp, sér að kostnaðarlausu. Litið er svo á að viðskiptavinur (korthafi) hafi samþykkt breytinguna ef hann notar kortið eftir að nýir skilmálar hafa tekið gildi.

Inneign viðskiptavinar (korthafa) fyrnist eftir 12 mánuði frá síðustu færslu korts viðskiptavinar hjá samstarfsaðila. Við það hefst nýr 12 mánaða fyrningartími.

Ef viðskiptavinur (korthafi) sættir sig ekki við breytingu á skilmálum getur hann sagt upp samningi sínum við GO Loyalty Solutions ehf.

9. Lög og varnarþing

Viðskiptasamband aðila og skilmálar þessir fara eftir íslenskum lögum, svo og öll mál sem rísa kunna af notkun kortsins og söfnun inneigna, nema um annað sé sérstaklega samið. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

10. Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. febrúar 2014.

Sumarleikur GOmobile

Viltu vinna 150 þúsund króna inneign
í GOmobile?

Þú ert aðeins þremur skrefum frá því. Reglurnar eru einfaldar: Smelltu í læk á Facebook, deildu leiknum og skráðu í GOmobile og þú ert komin/nn í pottinn. Þann 4. Júlí drögum við út einn heppinn GOmobile meðlim!

Skref 1

Smelltu LIKE á Facebook síðu okkar

Farðu á skref 2
Skref 2

Deildu Sumarleik GOmobile á Facebook

Farðu á skref 3
Skref 3

Skráðu þig hjá GOmobile

ATH til þess að vera með í pottinum verður þú að tengja kreditkortið þitt við GOmobile reikninginn þinn.

Skráðu inn
Nú þegar skráður? Smelltu hér og þú ert komin/nn í pottinn
Takk fyrir

Takk fyrir að nota GOmobile

Eins árs

Afmælisleikur GOmobile

Viltu vinna 150.000 kr. inneign?

Nú hafa yfir 20.000 manns skráð sig í GOmobile og því viljum við í þakklætisskyni gefa til baka! Allir sem safna GOmobile inneignum í mars og apríl eru sjálfkrafa komnir í pottinn. Dregið verður út 1. maí. Það kostar ekkert að vera með GOmobile – en það margborgar sig!

Veistu ekkert hvað GOmobile er? Horfðu á þetta vidjó hér!

1.
Taka þátt!

Áttu snjallsíma? Nýttu tímann á meðan þú klárar leikinn og sæktu appið, en það er ekki nauðsynlegt

Notanda hefur verið eytt úr kerfi GOmobile.